Númerakerfi

Númerakerfið byggi á því að geta greint í númeri frá hvaða svæði viðkomandi lið er og hvers lags tæki er á ferðinni.

Um er að ræða 5 stafa tölu þar sem hver tölustafur gefur til kynna ákveðna kennitölu tækis.

Fyrsti tölustafur er úr póstnúmerakerfinu

Annar tölustafur gefur til kynna bæjarfélag innan póstnúmerakerfisins

Þriðji tölustafur gefur til kynna númer slökkvistöðvar innan liðs.

Fjórði tölustafur gefur til kynna tegund tækis eða menntunarstig áhafnar á sjúkrabíl.

Fimmti tölustafur gefur til kynna röð tækis innan sama flokks frá sömu stöð

Slökkvilið Akureyrar hefur kennitöluna 61-

Dæmi:

Fyrsti sjúkrabíll frá aðalstöð við Árstíg ber kallnúmerið  61-101 eða 61-111 eða 61-121

ástæða þess að um þrjú númer er að ræða þegar kallað er frá sjúkrabíl er sú að fjórði tölustafurinn í rununni gefur til kynna menntun áhafnar. EMT-B = 0   /  EMT-I = 1   / EMT-P = 2

Sjúkrabíll 61-101 er með að lámarki einum grunnmentuðum sjúkraflutningsmanni  EMT-B

Sjúkrabíl 61-111 er með að lámarki einum neyðarflutningsmenntuðum sjúkraflutningsmanni EMT-I

Sjúkrabíll 61-121 er með að lámarki einum bráðatæknismenntuðum sjúkraflutningsmanni EMT-P

Annar sjúkrabíl frá aðalstöð við Árstíg ber kallnúmerið  61-102, 61-112 eða 61-122.

Með þessu móti er mögulegt að greina á kallnúmeri styrk áhafnar í útkalli.

 

Dælubílar hafa síðan rununa  61-131 til 61-139

Tankbílar hafa síðan rununa  61-141 til 61-149

Körfubílar hafa síðan rununa  61-151 til 61-159

Þjónustubílar hafa rununa   61-161 til 61-169

Eiturefnatæki hafa rununa  61-171 til 61-179

Bátar og önnur tæki hafa rununa 61-191 til 61-199

Slökkvistöð á flugvelli er númer 2 í röðinni og slökkvistöð í Hrísey er númer 3 í röðinni. Þannig að númer þeirra eru til dæmis á þessa leið:

Dælubíll flugvelli   61-231

Dælubíll Hrísey     61-331