Ný mengunar- og slysatjöld

Um er að ræða þrjú tjöld, þar af eitt tjald með sturtum til að þrífa mengaða einstaklinga. Tjöldunum fylgir fullkominn hitunarbúnaður sem m.a. hitar vatn til nota í sturtunum en einnig tjöldin sjálf. D-vaktin prófaði að tjalda tjöldunum á dögunum og voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Einnig fóru þrír slökkviliðsmenn á tveggja daga námskeið í Reykjavík, eins og áður segir, þar sem hönnuður tjaldanna kom við annan mann frá Svíþjóð til að kenna okkar mönnum og mönnum frá SHS að tjalda og aðra umhirðu tjaldanna.  Myndirnar hér að neðan voru teknar þegar við það tækifæri.  Sjá einnig fleiri myndir frá námskeiðinu.

Tjöldun í fullum gangi

Allt uppkomið