Ný sjúkrabifreið

Um er að ræða Benz sprinter sem var innréttaður á Ólafsfirði. Það er sem áður Rauði Kross Íslands sem á og rekur sjúkrabifreið þessa. Bifreiðin er talsvert frábruðin þeim gömlu, en fagnefnd sjúkraflutningamanna frá stæðstu liðum landsins ásamt fulltrúum frá RKÍ og SM á Ólafsfirði unnu að nýrri hönnun sjúkrarýmis þessara nýju bifreiða. Megin tilgangur þeirra vinnu var að gera sjúkrarýmið öruggara og vinnuvænna fyrir sjúkraflutningamenn sem og sjúklinga. Það verður að segjast að niðurstaðan er góð og er mikil tilhlökkun í starfsmönnum liðsins að fara að nota bílinn.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri