Nýjar Björgunarklippur

Búnaðurinnkominníbílinn
Búnaðurinnkominníbílinn

Fyrir er liðið með eldri búnað sem er bæði komin vel á aldur og einnig dugar ekki á stærri gerðir bifreiða. Enda hefur allur öryggis og styrktarbúnaður bifreiða aukist mikið á undanförnum árum hjá bílaframleiðendum.  

Um sl. áramót kom inn í mannvirkjalög að slökkviliðs landsins skyldu  vera með þennan verkþátt og eiga búnað til að bjarga fólki úr fastklemmdri  aðstöðu. En áður höfðu í raun slökkviliðin verið með verkefnið því einhver varð að sinna því.

En það er ekki hlaupið að því fyrir sveitarfélög að stökkva í slík kaup enda svona sérhæfður búnaður dýr. Ekki fengust neinir fjármunir frá Ríkinu með  þessari lagasetningu og standa því sveitarfélögin ein með sín slökkvilið frammi fyrri þessari fjárfestingu.

Góðir styrktaraðilar Eimskip-Fytjandi, Icelandair og N1 lögðu til góðan fjárstyrk í verkefnið og einnig  gaf framleiðandinn Holmatro í gegnum umboðsaðilann sérstaklega gott verð í búnaðinn.

Bæjarstjórn Akureyrar  veitti síðan þá fjármuni sem upp á vantaði í kaupin og kunnum við öllum þeim aðilum sem komu að þessari framkvæmd bestu þakkir.

Bjögunarbúnaðurinn sem um ræðir  kostaði  5,5 miljónir kr. Og er einn öflugasti hér á landi í dag.

 sjá frétt á n4 hér. http://www.n4.is/tube/file/view/1945/ 

Tækniupplýsingar:

 

Klippukraftur í klippum er 103,8 tonn      

Glennur hafa glennu kraft upp á 40,5 tonn og getað klemmt saman með 18 tonna krafti. Virkar 65% betur í core slöngu kerfi.

Tjakkur  lyftir allt að 22 tonnum.

Petalaklippur. Klippikraftur 22 tonn.  (notaðar við að klippa pedala, stýri. Hnakkapúða...)

 

 

Með þessum búnaði er slökkvilið Akureyrar komið í fremstu röð slökkviliða á landinu gagnvart búnaði til að bjarga fólki úr fastklemmdri aðstöðu.

 

Þorbjörn Haraldsson     

 Slökkviliðsstjóri