Nýjárskveðja

Þegar líður að áramótum er rétt að minna alla á að fara gætilega með flugelda og lesa vel þær leiðbeiningar sem á þeim eru.  Flugeldar er þannig vara að sé ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem á þeim eru getur farið illa.  Munið að stjörnuljós er það eina sem fara á með á brennur, en ekki er leyfilegt að skjóta upp flugeldum þar.

Þegar hafa verið gefin út nokkur brennuleyfi vegna áramótanna.  Brennurnar eru á Svalbarðseyri norðan vitans, malarnámunni í Hrísey norðan við Ægisgötu 13 og á hefðbundnum stað við Réttarhvamm hér á Akureyri.  Kveikt verður í brennunni við Réttarhvamm kl. 20.30

Forvarnardeild Slökkviliðs Akureyrar óskar öllum velfarnaðar á nýju ári og þakkar samstarfið á liðnu ári.