Nýr gámur undir eiturefnabúnað

Gámurinn er smíðaður í Póllandi og er uppbyggður á svipaðan máta og sambærilegur gámur hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Það er Ólafur gíslason & Co, Eldvarnarmiðstöðin sem sá um smíði og innflutning á gámnum og má lesa meira um það á heimasíður þeirra hér.

Gámurinn er afar vel gerður í honum eru vagnar undir eiturefnatjöld og tengdan búnað, útdraganlegar hillur fyrir smærri búnað, rafstöð, ljósamastur og aftan í honum er aðstaða fyrir eiturefnagalla og myndar afturhleri þak sem hægt er að tjalda neðan í svo úr verður prýðis aðstöðurými.

Starfsmenn liðsins hafa verið að vinna að því að setja í gáminn þann búnað sem þegar er til hjá liðinu. Þessi vandaði gámur leysir vel flutningsþátt búnaðar í þessum sérhæfðu verkefnum. Gámurinn er alveg sjálfbær eining sem skilja má eftir á vettvangi svo lengi sem þörf krefur.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri.