Nýr varaslökkviliðstjóri tekur við hjá SA

Afhending á einkennum varaslökkviliðsstjóra í gær.
Afhending á einkennum varaslökkviliðsstjóra í gær.

Í gær, 2.júlí tók nýráðinn varaslökkviliðsstjóri, Gunnar Rúnar Ólafsson, við hjá SA. Gunnar Rúnar hefur starfað við slökkvilið og sjúkraflutninga í um tuttugu ár og þar af lengst af hjá Slökkviliði Akureyrar. Hann er eini núverandi starfsmaður SA sem lokið hefur Bráðatækninámi. Við hjá Slökkvilið Akureyrar óskum Gunnari til hamingju með starfið og hlökkum til að vinna með honum í framtíðinni. 

Fráfarandi varaslökkviliðsstjóri, Hólmgeir Þorsteinsson, lauk störfum í gær og þökkum við honum kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár.