Olíutengivagn veltur á Öxnadalsheiði.

Tveir menn fóru á dælubíl með mengunarkerruna á vettvang, einnig sem vakthafandi yfirmaður á bakvakt er ræstur á staðinn. 
Eftir að hafa metið aðstæður á vettvangi var byrjað á því að verja staðinn, leggja froðu yfir leka svæði og stöðva útbreiðslu lekans með uppsogefnum og mottum. Stöðugt streymi var frá tanknum.
Menn frá Skeljungi voru á staðnum sem höfðu vit á búnaði tengivagnsins og var ákveðið að þeir sjái um að dæla á milli bíls og vagns. Þurfti að losa fyrst tengivagn frá bílnum svo hægt yrði að koma öðrum bíl að til að setja olíuna yfir í hann. Það reyndist vera 10.000L í þessum tengivagni sem var skipt í 3 hólf, fremsta hólfið var tómt, 2000L í miðhólfinum og 8000L í aftasta hólfinu.Loftkerfi vagnsins var það laskað að ekki var hægt að notast við það, þannig að það þurfti að komast í vagninn gegnum topplokanna. Reyndist þessi aðferð nokkuð vel og tókst vel að dæla á milli, var byrjað á mælistiku lokinu og sogbarki settur við. Komu menn frá Verkval með dælubíl sem reyndist mjög vel og sogaði hann um 5000L upp á meðan á aðgerðum stóð.
Því næst var tanknum lyft og réttur af, við það jókst nokkuð lekinn þar sem tvær rifur voru á tanknum,á tveimur aftari hólfunum, en það tókst  að taka við þeim leka. Var tanknum lyft á vörubíl og hann fjarlægður.
Fóru slökkviliðmenn þá í að hreinsa upp uppsogsefni og mottur sem  bíll frá Skeljungi fjarlægði síðan.
Gengu aðgerðir vel og var verkinu lokið um kl. 14:30.
Sjá einnig myndir á myndasíðu.
 
Olíutengivagn veltur á Öxnadalsheiði
 
 Olíutengivagn veltur á Öxnadalsheiði
 
Olíutengivagn veltur á Öxnadalsheiði