Réttindamerki sjúkraflutningamanna

Merkin eru þrjú og sýna mismunandi stig menntunar.  Grunnmenntun (EMT-Basic) er táknað með hvítum lit (sjá mynd), Neyðarflutningsmenntun er táknuð með gulum lit og Paramedic menntun er táknuð með rauðum lit.  Til að byrja með verða þessi merki saumuð á hægri ermi á sjúkraflutningagöllum starfsmanna.  Hjá Slökkviliði Akureyrar starfa nú 32 starfsmenn, 13 þeirra hafa grunnmenntun sjúkraflutningamanna, 16 eru með Neyðarflutningamenntun (EMT-I) og 1 er bráðatæknir (Paramedic).  Grunnmenntun sjúkraflutningamann tekur um 1 mánuð, framhaldsmenntun (EMT-I) er 3 mánaða framhaldsmenntun hér á landi og Paramedic nám tekur um eitt ár og hefur verið tekið í Bandaríkjunum.