Reykur um borð í Skipi

Skipið átti skammt eftir að bryggju á Akureyri þegar tilkynningin barst og lagðist skömmu síðar að Krossanesbryggjunni. Tveir reykkafarar fóru um borð og niður í vélarrúm. Vélstjórar skipsins höfðu þá þegar uppgötvað orsök reyksins sem kom frá rafal skipsins og slökktu á honum. Ljósavél skipsins var því sett í gang og blásarar keyrðir til að reykræsta rýmið. Vakthafandi vakt á tveimur dælubílum var kölluð til ásamt bakvakt yfirmanna. Vinna á vettvangi gekk vel fyrir sig og lauk slökkviliðið störfum um kl: 5:00.