Róleg jólahátíð

Nokkur eldboð hafa verið, þ.e. eldvarnarkerfi sem tengd eru slökkvistöð hafa gefið viðvörun um eld.  Öll hafa þau verið að eðlilegum orsökum, m.a. komu eldboð frá Kaþólsku kirkjunni á aðfangadagskvöld.  Var dælubíll sendur á staðinn en í ljós kom að reykur frá reykkelsi hafi sett kerfið í gang.  Fékk áhöfn dælubílsins blessun frá nunnu sem tók á móti þeim og héldu þeir aftur á stöð blessaðir og sælir yfir því að ekki skyldi vera hætta á ferðum.