Róleg og þægileg helgi

Útköll hafa verið í minna lagi miðað við margar undangengnar verslunarmannahelgar.  Sjúkraflutnigngamenn liðsins ásamt fyrstu hjálpar liðum frá Rauða krossinum voru í miðbænum yfir næturtímann. Þessi hópur nýttist til allra minni háttar aðstoðar til að mynda ef um minni háttar sár og skurði var að ræða og leysti þau verkefni. Þessi aðferð var reynd í fyrsta skipti um síðustu verslunarmannahelgi og mæltist vel fyrir. Með þessu móti var mögulegt að draga úr álagi á slysadeild og á vakthafandi vakt hjá slökkviliðinu.

Það er ánægjulegt að helgin hafi farið svona vel fram og vonumst við til að gestir helgarinnar eigi farsæla heimferð.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri