Rólegt í útköllum yfir jóladagana.

Það má segja að friður og ró hafi umvafið jóladagana á þjónustu svæði slökkviliðs Akureyrar.

Aðfangadag var farið í einn neyðarflutning og aðstoðað síðan við að bera einn einstakling á milli hæða eftir jólaboð í heimahúsi.

Jóladag var aðstoðað við vatnsleka í heimahúsi.

2. í jólum var farið í eitt sjúkraflug, fjóra neyðarflutninga og tvo almenna flutninga.

Að öðru leyti var mikil friðsæld yfir þessum vaktardögum liðsins líkt og vera ber.

Þorbjörn Guðrúnarson.

Slökkviliðsstjóri.