Rýmingaræfingar í leik- og grunnskólum

Allir leik- og grunnskólar eru með viðbragðsáætlanir sem unnið er eftir ef upp kemur eldur í skólunum. Markmiðið með viðbragðsáætlun vegna eldsvoða í skólum, er að tryggja öryggi nemenda og kennara eins vel og allar aðstæður leyfa. Í þessum áætlunum er lagt mikið upp úr að allir viti hvernig eigi að bregðast við og hvert hlutverk þeirra er. Mælst er til að það sé að lágmarki ein æfing á hverju skólaári. Í mörgum skólum eru þessar æfingar orðnar stór þáttur í þeirra skólastarfi.  Margir skólar hafa æfingar tvisvar á ári, eina að hausti og aðra að vori og er það lofsamlegt framtak hjá skólunum. Slökkviliðið hefur komið að fjölda æfinga í haust sem hafa gengið mjög vel og er meðfylgjandi mynd frá rýmingaræfingu í Lundarskóla í morgun.