Sala á Glerártorgi

Félagsmenn standa þessar söluvaktir í sjálfboðavinnu en fá leyfi til að vera í einkennisfötum Slökkviliðsins í sölunni.  Þessi sala er í samvinnu við Eldvarnarmiðstöð Norðurlands sem selur félaginu vörurnar á góðu verði.  Þetta er eina salan sem Félag slökkviliðsmanna stendur fyrir, en sölu á þessum búnaði á Slökkvistöðinni hefur nú verið hætt.  Ágóðan af sölunni hefur verið notaður til að styrkja einn félagsmann til farar á þing Slökkviliðsmanna höfuðborga Norðurlandanna, svo kallaðra "studiodaga" en hefð er fyrir því að fulltrúum næststærstu borga viðkomandi landa er boðið að eiga fulltrúa á þessum þingum.  Þarna bera slökkviliðsmenn saman bækur sínar, m.t.t. kjaramála, öryggismála, eftirlaunamála, og annara mála sem snerta slökkviliðsmenn almennt.  Um leið og menn nota tækifærið og kynnast nýjum félögum og aðstæðum slökkviliðsmanna annars staðar.