Slökkvilið Akureyrar í samstarf við leikskóla svæðisins

Slökkviliðið heimsækir leikskólana tvisvar á ári. Í fyrri heimsókninni er farið yfir ástand eldvarna með leikskólastjóra og öðru starfsfólki. Slökkviliðið afhendir leikskólanum jafnframt möppuna Eldvarnir, veggspjald sem sýnir þau atriði sem þarf að aðgæta mánaðarlega og viðurkenningaskjöl fyrir börnin í elsta árganginum. Í síðari heimsókninni hitta slökkviliðsmenn elsta árganginn, ræða við börnin um eldvarnir, segja frá starfi sínu og sýna börnunum ýmsan búnað. Hvert barn fær þá afhenta verkefnamöppu sem gert er ráð fyrir að þau vinni á leikskólanum.

Slokkvilidskrakkar_(30)

Fulltrúar Slökkviliðsins og nýjir aðstoðarmenn.  Mynd: akureyri.is

Frétt af akureyri.is.