Slökkvilið kallað í eld í Glerárskóla

miklar skemmdir í kaffistofu starfmanna.
miklar skemmdir í kaffistofu starfmanna.

Öryggisvörður frá Securitas kallaði eftir aðstoðinni þegar hann varð var við eld í byggingunni. Hafði hann reynt að leggja til atlögu við eldinn með handslökkvitæki en varð frá að hverfa vegna reyks. Töluverður eldur varð í kaffistofu starfsmanna og mikill reykur komin í álmuna. Tveir reykkafarar voru sendir inn og gekk greiðlega að slökkva eldinn, tók reykræsting töluverðann tíma og lauk núna um kl: 19:30. Öryggisvörðurinn fór sjálfur á slysadeild og er til skoðunar þar með grun um reykeitrun. Grunur um upptök eldsins beinist að raftæki.

Þorbjörn Guðrúnarson

Slökkviliðsstjóri.