Snjóflóð í Hlíðarfjalli.

Slökkvilið Akureyrar sendi sjúkrabíl á svæðið með Þremur mönnum, þegar þangað var komið voru starfsmenn skíðasvæðis að útbúa sig til aðstoðar. Læknir frá FSA sem var á skíðum á svæðinu var einnig til taks. Snjótroðarar skíðasvæðisins voru gerðir klárið með mannskap og börur ásamt því að snjósleðar voru notaðir til að ferja mannskap. Um þetta leyti bárust upplýsingar að maðurinn væri fundinn og endurlífgun væri í gangi.  Á leið á slysstað tilkynnti Neyðarlínan að Þyrla landhelgisgæslunnar (TF-Líf) væri stödd á Sauðárkróki og færi í loftið til aðstoðar. þyrlan kom inn á svæðið um nokkrum mínutum eftir að fyrsta viðbragðslið kom á slysstað.  Gerð var tilraun til að nýta þyrluna yfir slysstað en þar sem mikið var af lausum snjó þá þyrlaðist hann upp og skyggni varð ekkert.  Áhöfn þyrlunnar fann síðan lendingarstað neðar í fjallinu og var hinn slasaði fluttur þangað á snjótroðara. 

 Það er ljóst að snjóflóðaýlir sem hinn slasaði var með skilaði þeim árangri að hann fannst og var grafinn upp á skömmum tíma af ferðafélögum hans. Fjölmargir aðilar komu að aðgerðinni og þökkum við Slökkviliðsmenn  slökkviliðs Akureyrar alla veitta aðstoð.