Þakkir

Bílaklúbbur Akureyrar hefur verið í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar um öryggismál á sínum viðburðum. Sjúkrabifreið hefur verið staðsett á torfæru og spyrnukeppnum BA í sumar sem og í fyrra.

Það er ljóst að BA er umhugað um öryggi síns fólks og er það til fyrirmyndar.

Kærar þakkir.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri.