Þakklætisvottur

Tilefnið var að Slökkvilið Akureyrar og Bílaklúbbur Akureyrar hafa starfað náið saman að öryggismálum á viðburðum BA á síðasta ári. Snemma á síðasta ári kom Páll Brynjar fyrir hönd BA á fund hjá SA og lagði fram áætlun um viðburði ársins. Á þeim fundir urðu menn ásáttir um að SA kæmi að sjúkragæslu á öllum viðburðum ársins. Það er skemmst frá því að segja að samstarfið hefur verið hið besta. Það er ljóst að frumkvæði BA að þessu öfluga samstarfi er klúbbnum til mikils sóma og sýnir glögglega að menn vilja standa vel að viðburðum félagsins.

Við hjá Slökkviliði Akureyrar viljum þakka fyrir það auðsýnda þakklæti sem Bílaklúbbur Akureyrar hefur sýnt okkur.

 

Öryggi í 1. sæti.

Kveðja

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri.