Þroskað samfélag

Mjög mikilvægt er að foreldrar og aðrir séu vakandi yfir því að börn þeirra séu ekki að fikta með eld og flugelda.  Bannað er að selja skotelda til yngri en 12 ára og 12-16 ára má aðeins selja ákveðna vöruflokka.  Við skorum á foreldra að fara með unglingum á sölustaði flugelda og fylgjast með því hvað þau kaupa og leiðbeina þeim því flest slys verða vegna fikts þar sem enginn fullorðinn er nálægur.  Á sölustöðum flugelda ætti einnig að fá nákvæmar leiðbeiningar hvernig nota skal flugelda og hvernig skal geyma þá.

Sjá Reglugerð um flugelda og sölu þeirra.