Umferðaslys í Víkurskarði

Slökkviliðið var kallað út vegna umferðaslyss á tíunda tímanum í kvöld. Tvær sjúkrabifreiðar og slökkvibifreið með klippubúnað fóru á staðinn auk tækjabíls frá slökkviliði Þingeyjasveitar á Laugum í Reykjadal. Ekki virðist vera um lífhættulega áverka að ræða hjá þeim slösuðu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum á vettvangi. ÓS