Umsóknarfrestur til 8. október

Slökkviliðsstjóri er yfirmaður Slökkviliðs Akureyrar og ber ábyrgð á starfsemi þess og annast daglegan rekstur. Helstu verkefni slökkviliðsstjóra eru áætlanagerð, stefnumótun, skýrslugerð, gerð starfsáætlana og fjárhagslegur rekstur, ásamt stjórnun á öllum viðamiklum aðgerðum slökkviliðsins. Slökkviliðsstjóri sér um að búnaður slökkviliðsins, færni og menntun starfsmanna uppfylli þarfir slökkviliðsins. Þá sér slökkviliðsstjóri um öll samskipti við fjölmiðla og almenning varðandi starfsemi slökkviliðsins.