Útkall í morgun

Þegar á staðinn var komið kom í ljós að kviknað hafði í kertaskreytingu á borði sem gleymst hafði að slökkva á í gærkvöldi.  Litlu mátti muna að eldurinn bærist út því gluggatjöld voru orðin sviðin og byrjuð að bráðna en eldurinn hafði aðeins náð í það sem var á borðinu.  Borðið var borið út í garð og síðan var íbúðin reykræst.   Þrátt fyrir lítið tjón af völdum elds er ljóst að talsvert tjón er að völdum reyks og sóts sem barst víða um íbúðina.  Íbúinn var fluttur á slysadeild til skoðunar og meðhöndlunar vegna hugsanlegrar reykeitrunar.

Þessi bruni ætti að vera áminning um að gæta vel að logandi kertum því þegar ljósaseríur og aðventuljós eru orðin jafn algeng og nú er, er hætta á að kertaljós sjáist illa innan um önnur ljós.  Það er því góð regla að slökkva á öllum seríum áður en farið er að sofa og ganga svo úr skugga um að hvergi sé kveikt á kertum.  Það getur forðað miklu tjóni.  Ennfremur viljum við minna á reykskynjarar ættu að vera á hverju heimili.  Þeir bjarga mannslífum en geta einnig gert var við reyk meðan eldur er tiltölulega lítill og viðráðanlegur.