Útkall vegna olíumengunar

dælubíll Slökkviliðsins að störfum
dælubíll Slökkviliðsins að störfum

Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að þunn olíuslikja var yfir öllum miðbænum.  Götusópari sem hafði verið að sópa miðbæinn hafði bilað eithvað og lak því hráolía af honum.  Blautt var á götum og rigning sem gerði þetta enn meira.  Hreinsa þurfti olíu af göngugötunni, hluta af Strandgötu, Skipagötu, Ráðhústorgi og Geislagötu.  Notast var við tvo dælubíla frá slökkviliðinu og einn hreinsibíl frá Hreinsitækni, einnig voru notuð sérstök sápuefni til að hlutleysa olíuna. Aðgerðin tók um 2 klst.

myndir úr útkallinu