Útköll Slökkviliðs Akureyrar árið 2008.

Útköll á slökkvibíla liðsins voru 124 og er það fækkun á milli 2007 og 2008.  Mesta tjón vegna elds varð í Myndlistarskólanum þann 27. júní.

Útköll á sjúkrabíla liðsins voru 1645 sem er fjölgun upp á 145 útköll. Sjúklingar voru fluttir í 1433 skipti. Í önnur skipti var um að ræða aðstoð (tveir bílar í sama verkefni), afgreitt á staðnum eða útkall afturkallað.

Farið var í 494 sjúkraflug á árinu 2008 og er það nánast sami fjöldi og í fyrra en þá voru þau 493. Fluttir voru 525 sjúklingar í þessum ferðum sem er minna en á síðasta ári.

Sjá meðf. skjal.