Vatnsleki

Slökkviliðsmenn og starfsfólk hjálpast að.
Slökkviliðsmenn og starfsfólk hjálpast að.

Húsið sem er 6 hæðir og hýsir m.a. verslanir á neðstu hæð, fjölmiðlafyrirtæki á 2. hæð og síðan heilsugæslustöðina á Akureyri á 3.-6. hæð.  Þegar verslunareigendur ætluðu að opna verslanir sínar í morgun var talsvert vatn á gólfum og í loftum.  Í ljós kom að svo var einnig á annarri hæð.  Á þriðju hæð reyndist vera leki frá salerni.  Um tvær klst. tók að hreinsa upp vatnið á fyrstu og annarri hæð.

Undir kvöld var síðan óskað eftir sjúkraflugi til Egilsstaða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunar sem er að sækja veikan sjómann.  Hann verður fluttur til Reykjavíkur.  Einnig er von á þotu frá Icelandair til Akureyrar og verður öryggisflokkur flugvallar uppfærður með aukabíl og mannskap.  Tveir almennir sjúkraflutningar og einn bráðaflutningur voru í dag.