Menntun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Gerðar eru miklar kröfur til hæfni og þjálfunar þeirra sem starfa á útkallssviði Slökkviliðs Akureyrar. Það kallar á mikla menntun og þjálfun sem er í stöðugri endurskoðun. Starfsmenn þurfa meðal annars að standast strangar kröfur um líkamsþjálfun og gangast reglulega undir þrekpróf. Grunnmenntun til að geta starfað sem slökkviliðsmaður er iðnmenntun eða sambærileg menntun, s.s. stúdentspróf.

New Paragraph

Menntun til slökkvistarfa.


Menntun starfsmanna til slökkvistarfa er bundin í reglugerð og er sem hér segir:

Fornám
Nám sem nýliði verður að taka áður en hann hefur byrjar á vakt hjá slökkviliðinu. Skyldunám að lágmarki 80 kennslustundir.

Atvinnuslökkviliðsmaður
Nám sem slökkviliðsmaður má hefja eftir sex mánuði í starfi. Skyldunám sem er 540 kennslustundur, en er skipt upp í fjórar lotur. Umsjón námskeiðsins er í höndum stærstu slökkviliða landsins.

Eldvarnaeftirlit
Nám fyrir þá sem starfa við eldvarnaeftirlit. Ekki skyldunám nema fyrir þá sem sækjast eftir því að starfa við eldvarnaeftirlit.

Ennfremur er slökkviliðsmönnum boðið upp á meiri menntun með eftirfarandi námskeiðum:

Stjórnunarnámskeið
Menntun fyrir aðal-, varð- og aðstoðarvarðstjóra í stjórnun á vettvangi.

Þjálfunarstjóranámskeið

Nám fyrir þjálfunarstjóra slökkviliða.

 

 

Menntun til sjúkraflutninga.

Allir sjúkraflutningamenn liðsins taka grunnnámskeið í sjúkraflutningum. Grunnnámið, EMT-Basic, er 260 tíma námskeið sem tekur yfirleitt 5-7 vikur og lýkur með bóklegu og verklegu prófi. Sjúkraflutningamönnum stendur auk þess til boða fjöldi námskeiða, til dæmis neyðarflutningsnám, EMT-Advanced, áður EMT-Intermediate, sem er 540 tíma námskeið skipt upp í 4 lotur og lýkur með bóklegu og verklegu prófi. Auk þess er yfirgripsmikil starfsþjálfun á sjúkrabílum, neyðarbíl, bráðamóttöku, hjartagátt og fleiri stöðum. Einnig er nú í boði bráðatæknisnám sem kennt er í fjarnámi frá Boston. Það tekur um eitt ár að klára námið og þurfa nemendur að ferðast til Boston og taka verknám á sjúkrabílum og sjúkrahúsi. Námskeiðin, öll nema bráðatæknisnámið, eru haldin á vegum Sjúkraflutningaskólans. Sjá www.ems.is


Laun

Laun starfsmanna eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Kjarasamning LSS og SNS er að finna á heimasíðu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna www.lsos.is