Scania árgerð 2005 með 5.000 L/mín Ziegler dælu, 3.000 L vatnstank og 200 L froðutank. Auk þess er hann útbúinn mjög öflugum klippubúnaði frá Holmatro.
IVECO dælubíll 61-131
IVECO, árgerð 2019, er með 900 L vatnstank og 40 L froðutank auk þess sem hann er útbúinn klippubúnaði ásamt fleiru og er hannaður fyrir slökkvistarf í jarðgöngum.
Scania körfubifreið 61-151
Scania 2021 árgerð með 32 metra hárri lyftu. Hún er útbúin mónitor sem gefur 2.650 L/mín og er fastur á körfu.
MAN dælubíll 61-133
MAN árgerð 1998 með 3.000 L/mín Rosenbauer dælu, 3.000 L vatnstank og 150 L léttvatnstank. Auk þess er bíllinn útbúinn klippubúnaði og sigbúnaði ásamt fleiru.
Eiturefnagámur 61-161
Eiturefnagámur með öllu því helsta sem þarf til viðbragðs við eiturefnaslysi. Þar má nefna 4 eiturefnagalla frá Trelleborg, sturtutjöld, vatnshitara, dælur, eiturefnamæla og fleira.
Ford F750 Big Job - SA 1
Ford F750 árgerð 1953 með 1.900 L/mín Darley slökkvidælu og 1.200 L vatnstank. Bíllinn var í fyrstu línu slökkviliðsins til ársins 1999 en var þá gerður upp og er nú til sýnis á slökkvistöðinni.