Í gær, þriðjudaginn 16. maí, var haldin útskriftarhátíð fyrir börnin úr elstu deildum leikskólanna sem þakklætisvott frá Slökkviliðinu fyrir þá góðu vinnu sem þau hafa sinnt í brunavörnum í leikskólunum í vetur. Þá voru leikskólarnir sóttir á rútum og boðið í heimsókn á Slökkvistöðina þar sem þau glímdu meðal annars við þrautabraut, fengu að æfa sig á brunaslöngunum og prófa reykköfun.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar varðandi aðkomu viðbragðsaðila að frístundahúsabyggð. Við hvetjum alla sumarhúsaeigendur til þess að kynna sér þessar leiðbeiningar og gæta þess að aðgengi viðbragðsaðila sé gott.
Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn til starfa í fastar stöður. Um er að ræða sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.
Þar sem hallar á stöðu kve…