Sjúkraflutningar

Sjúkraflutningar í fremstu röð


Slökkvilið Akureyrar sinnir sjúkraflutningum á öllu starfssvæði sínu sem nær yfir:

- Akureyri

- Eyjafjarðarsveit

- Hörgársveit

- Svalbarðsstrandarhrepp

- Grýtubakkahrepp og þann hluta Þingeyjarsveitar sem áður náði yfir Hálshrepp.

 

SA ræður nú yfir fjórum sjúkrabifreiðum og hefur einnig til umráða varabíl sem ætlaður er fyrir allt starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Sjúkrabifreiðarnar eru mannaðar neyðarflutningamanni/bráðatækni og sjúkraflutningamanni að staðaldri en í sérstökum tilvikum eru fleiri í áhöfn bílanna.