Saga SA

Stórbrunar ráku Akureyringa til ađ stofna slökkviliđ Erling Ţór Júlínusson rifjar upp 100 ára sögu Slökkviliđs Akureyrar Greinin birtist í

Saga SA

Stórbrunar ráku Akureyringa til ađ stofna slökkviliđ
Erling Ţór Júlínusson rifjar upp 100 ára sögu Slökkviliđs Akureyrar
Greinin birtist í "Slökkviliđsmanninum" 2006.
Áriđ 1882 kom fyrst til tals hjá bćjaryfirvöldum ađ stofna slökkviliđ, svo vitađ sé. Rćtt var um ţađ í bćjarstjórn Akureyrar ađ grennslast fyrir um hversu mikiđ nothćf slökkvitól myndu kosta. Ekkert varđ úr kaupunum í ţađ skiptiđ.
Eftir stórbrunann 1901 ţegar 12 hús brunnu til kaldra kola kom slökkviliđiđ aftur til umrćđu. Ţađ var ţó ekki fyrr en 31. maí 1904 ađ bćjarstjórn samţykkti ađ kaupa fyrstu slökkvitólin, tekiđ var sex ţúsund króna lán til kaupanna. Keypt voru handdćla, slöngur og og strigafötur, sem komu til landsins á nýársdag 1905. Ţann 6. desember 1905 var Ragnar Ólafsson verslunarstjóri kosinn fyrsti slökkviliđsstjóri Akureyrar, en árinu áđur hafđi Alţingi samţykkt lög um stofnun Slökkviliđs Akureyrar (SA).
Áriđ 1906 varđ aftur stórbruni á Akureyri en ţá brunnu sjö hús efst viđ Strandgötu. Tveimur árum síđar kom reglugerđ um eldvarnir og SA sem samţykkt var í stjórnarráđinu 30. nóvember 1908. Miklir brunar voru á Akureyri á ţessu árum og oddvitum bćjarins var ţađ mikiđ kappsmál ađ efla eldvarnir sem mest. Ţađ orđ lék hins vegar á ađ sumum Akureyringum vćru ţćr ekki beinlínis neitt hjartans mál. “Ţeir brenna sér til gagns og gamans á Akureyri, en hér kann enginn ađ halda á eldspítu”, var haft eftir Jóni forna í Reykjavík. Menn geta kallađ ţetta gálgahúmor en sannleikurinn er sá ađ Jóni hefur líklega veriđ fúlasta alvara.
Ţađ var útbreidd skođun međal samtímamanna hans ađ eldsvođarnir á Akureyri vćru af mannavöldum. Ţessar grunsemdir voru vafalítiđ kveikjan ađ 5. grein laganna um stofnun Brunabótafélags Íslands sem samţykkt voru á Alţingi 1907. Ţađ var ţó um mitt ár 1881 ađ bćjarstjórn Akureyrar fjallađi í fyrsta skipti um ađ stofna brunabótafélag fyrir húseigendur!
Vatnsveitan stćrsta brunavörnin
Á ţessum árum gerđist margt athyglisvert í brunamálum á Akureyri. 1908 var stofnađur “styrktar- og verđlaunasjóđur eldvarnaliđsins í Akureyrarkaupstađ” og átti ađ nota hann til ađ styrkja ţá slökkviliđsmenn er kynnu ađ slasast í baráttunni viđ eldsvođa. Ef ţeir týndu lífi viđ slökkvistörf áttu ekkjur ţeirra og börn rétt á stuđningi úr sjóđnum. Í ţriđja lagi var heimilt ađ verđlauna sérstaklega ţá slökkviliđsmenn er sýndu framúrskarandi dugnađ viđ ađ slökkva í brennandi húsum.
Axel Schiöth bakarameistari tók viđ starfi slökkviliđsstjóra áriđ 1912 og var eftirmađur hans Anton Jónsson. Slökkviliđinu óx smám saman fiskur um hrygg varđandi búnađ og ţjálfun. Í byrjun árs 1918 varđ Eggert St. Melstađ slökkviliđsstjóri. Fór ţá tala skráđra hlutastarfandi slökkviliđsmanna upp í 36. Stćrsta brunavörnin var ţó sjálf vatnsveitan sem tekin var í notkun 1914, en ţađ var tvímćlalaust vegna hinna tíđu stórbruna í bćnum ađ Akureyringar voru reiđubúnir ađ leggja á sig ţungar byrđar til ađ fá hana. Nćr 40 brunahanar voru settir viđ vatnsleiđsluna út um allan bć og mátti heita ađ ekki vćru meira en 100 metrar á milli ţeirra ađ jafnađi.
Fyrsti slökkvibíllinn 1930
Áriđ 1930 var fyrsti slökkvibíllinn keyptur, en hann var árgerđ 1923. Fimm árum síđar voru settir upp handbrunabođar á nokkrum stöđum í bćnum og bjöllur á heimilum slökkviliđsmanna. Fram ađ ţessum tíma höfđu tveir menn haft ţann starfa međ höndum ađ hlaupa um bćinn og blása í brunalúđra. Fyrsti slökkvibíllinn međ vatnstanki kom svo 1947 og er sá bíll enn í eigu SA. Eftir ţađ var ekki lengur nauđsynlegt ađ byrja allt slökkvistarf međ slöngulögnum.
Ţegar Eggert lét af störfum í árslok 1951 fyrir aldurssakir tók Ásgeir Valdimarsson verkfrćđingur viđ sem slökkviliđsstjóri en um hann var sagt: “Hann er ţví ungur og óreyndur en hefir ţegar skapađ sér álit, enda á hann kyn til athafnamikilla góđbćnda“. Ţá er haft eftir Ásgeiri: “Ţađ eru ekki skemmtilegar tölur ađ frá síđasta ári (1952) voru 75% gabb međ handbrunabođum,” ţrjú handbrunabođ af fjórum. Brunakvađningar voru 24 áriđ 1952. Áriđ 1953 flutti slökkviliđiđ í nýtt húsnćđi, Geislagötu 9, ţar sem bćjarskrifstofur Akureyrarbćjar eru nú.
Ţann 15. janúar 1953 hefjast svo fastar vaktir á slökkvistöđinni en ţá voru fastráđnir fjórir brunaverđir, auk varaslökkviliđsstjóra. Ári síđar kom nýr slökkvibíll ásamt mörgum nýjum tćkjum m.a. fyrstu reykköfunartćkin međ loftflöskum. Slökkvibíllinn var međ háţrýstibyssum, ţeim fyrstu hér á landi. Bíllinn er enn í eigu SA.
Áriđ 1958 tók Sveinn Tómasson viđ störfum slökkviliđsstjóra og gegndi hann ţví embćtti til ársins 1974 er Tómas B. Böđvarsson tók viđ. Á ţessum árum eignađist SA mörg ný tćki, svo sem körfubíl, tćkjabíl, frođublásara og fleiri reykgrímur svo fátt eitt sé nefnt. Áriđ 1976 fékk slökkviliđiđ nýjan slökkvibíl međ drifi á öllum hjólum og ári síđar var fyrsti reykblásarinn keyptur.
Sjúkraflutningar á landi og í lofti
SA tók ađ sér mönnun sjúkrabíla Akureyrardeildar Rauđa kross Íslands áriđ 1968 og hefur ţađ ć síđan veriđ snar ţáttur í starfi slökkviliđsins. Í dag ţjónustar SA sjúkraflutninga međ samningi viđ Heilbrigđis- og tryggingastofnun sem miđstöđ sjúkraflutninga á Norđurlandi, sex sveitarfélög og hluta af Ţingeyjarsveit. Áriđ 1956 sömdu Brunavarnir Eyjafjarđar viđ bćjaryfirvöld um umsjón og eftirlit međ slökkvibíl Brunavarna Eyjafjarđar.
Eldvarnaeftirlitsmađur var ráđinn í fullt starf 1974. Umsvif slökkviliđsins urđu meiri međ ţjónustusamningum og međ stćkkun bćjarfélagsins. Áriđ 1993 flutti SA í nýtt rúmlega 1.400 m2 húsnćđi viđ Árstíg 2. Vísir ađ ţjónustu SA í sjúkraflugi byrjar 1997 og er nú svo komiđ ađ ţau voru 301 á árinu 2005 ţar sem SA sendir sjúkraflutningamann í sjúkraflug, ţ.e. yfir 90 prósent af öllu sjúkraflugi landsins.
Ţann 5. júlí 2000 gerir SA ţjónustusamning um rekstur slökkviliđs á Akureyrarflugvelli og ţjálfun slökkviliđsmanna í slökkvistörfum Flugmálastjórnar á öllum landsbyggđaflugvöllum landsins. Áriđ 2011 tók ISAVIA viđ rekstri slökkviliđs á Akureyrarflugvelli og sinnir Slökkviliđ Akureyrar ţví ekki lengur varđstöđu ţar en er hluti af viđbragđsáćtlun flugvallarins. Ţann 11. júní 2001 gerir SA samstarfssamning um brunavarnir í nágrannasveitarfélögunum Eyjafjarđarsveit, Svalbarđstrandarhreppi, Arnarneshreppi og Hörgárbyggđ.
Tómas Búi Böđvarsson lét af störfum sem slökkviliđsstjóri 15. febrúar 2003. Erling Ţór Júlínusson tók viđ og gegndi starfinu til ársins 2006. En ţá var Ţorbjörn Guđrúnarson ráđinn í stöđu slökkviliđsstjóra. Í byrjun ágúst 2004 sameinuđust Akureyrarbćr og Hríseyjarhreppur, og ţar međ starfsemi slökkviliđa. Ţorbjörn lét af störfum 2013, Ţorvaldur Helgi Auđunarson var ráđin slökkvistjóri 2013 en lét af störfum 2015. Ólafur Stefánsson tók ţá viđ starfi slökkvistjóra og var Hólmgeir Ţorsteinsson ráđin ađstođarslökkvistjóri.
Mikil uppbygging síđustu ár
Í umsjá og eign ađ međtöldum fjórum sjúkrabílum hefur SA 16 ökutćki alls. Mikil endurnýjun hefur orđiđ á tćkjum og búnađi síđustu ár. Sem dćmi má nefna ađ áriđ 2005 voru keypt tvö ökutćki til slökkvistarfa, nýr Scania dćlubíll međ 3.000 lítra vatnstanki og 5.000 lítra dćlu. Ţá var keyptur notađur körfubíll sem leysir af eldri körfubíl SA frá Slökkviliđi höfuđborgarsvćđisins og hann endurbćttur. Ţessi körfubíll hefur töluvert meiri getu en sá eldri auk ţess sem hann er međ stiga. Vatnsmagn í tönkum á dćlubílum SA er 27.100 lítrar. Slökkvitćki í eign og notkun SA eru sjö og er međalaldur ţeirra 17.1 ár, dćluafköst eru 28.300 lítrar á mínútu.
Í maí 2006 varđ stćkkun á ađstöđu SA úr rúmum 1.400 m2 í rúma 2.000 m2 og er SA ţar međ komiđ međ allt húsnćđiđ viđ Árstíg 2. Starfsstöđvar SA er ţrjár, í Árstíg 2, á Akureyrarflugvelli og í Hrísey.
SA er eina atvinnuslökkviliđiđ utan suđvesturhornsins sem er skipađ atvinnuslökkviliđsmönnum á vakt allan sólarhringinn. Mikiđ hefur veriđ lagt í uppbyggingu SA síđustu ár faglega og í kynningu á starfseminni. Međal annars opnađi SA heimasíđu í tilefni 100 ára afmćlisins, www.slokkvilid.is
SA byggir á góđum grunni, er og stefnir á ađ vera í fararbroddi slökkviliđa á landsbyggđinni. Ţađ veitir ţjónustu sem er sambćrileg viđ ţađ besta sem gerist á landinu. Međ virkum stuđningi bćjaryfirvalda hefur SA veriđ tryggt nćgt fjármagn til ađ sinna grunnhlutverki sínu vel. Eldvarnaeftirlitiđ hefur veriđ eflt verulega og ţar starfar nú öflug deild međ möguleika á ađ ţjónusta önnur sveitarfélög. Liđiđ hefur útvíkkađ starfsemi sína međ auknu ţjónustuframbođi og fjölgun starfsstöđva utan Akureyrar. SA á ađ vera eftirsóknarverđur vinnustađur vegna samkeppnishćfra launa, góđrar ađstöđu og góđs starfsanda.
2004 Erling Ţór Júlínusson slökkviliđsstjóri
2007 Viđbćtur Ingimar Eydal ađst.sl.stjóri
Heimildir: Ritgerđ Ólafs Búa Gunnlaugssonar, Saga Akureyrar
Fyrstu fastráđnir starfsmenn SA á vöktum, líklega tekiđ 1953
Fyrstu fastráđnir starfsmenn SA á vöktum, líklega tekiđ 1953
Frá vinstri: Ţorkell Eggertsson, Tómas Jónsson, Sveinn Tómassson varaslökkviliđsstjóri, Gunnar Steindórsson, Guđmundur Jörundsson.