Annríki í sjúkraflugi

Þar var síðan tekinn um borð sjúklingur sem var fluttur til Akureyrar. Þá biðu tveir sjúklingar eftir flutningi til Reykjavíkur frá Akureyri og var það tekið í beinu framhaldi. Þegar til Reykjavíkur var komið beið sjúklingur eftir flugi þaðan og til Vestmannaeyja. Og í þessum skrifuðu orðum stendur yfir 5. sjúkraflug dagsins með sjúkling frá Akureyri til Reykjavíkur.

22% aukning er á fjölda sjúkrafluga það sem af er árinu en farin hafa verið 185 sjúkraflug með 205 sjúklinga. En einnig er 30 % aukning í fjölda sjúklinga fluttum í sjúkraflugi. Töluverð aukning er á sjúkraflugi þar sem tveir sjúklingar eru fluttir í sömu ferð.

Þetta er fjórtánda starfsár Slökkviliðs Akureyrar í sjúkraflugi og hefur verið aukning ár frá ári að undanskildu árinu 2009. Með sama áframhaldi stefnir í enn eitt metárið í sjúkraflugi en nýlega bættust Vestmannaeyjar við í þjónustu sjúkraflugs frá Akureyri. Sjúkraflugið er samstarfsverkefni Slökkviliðs Akureyrar, Mýflugs og FSA.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri.