Fréttir

Fyrsta stafræna brunavarnaráætlun landsins

Sumarstarf

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Um er að ræða afleysingastörf vegna sumarleyfa starfsmanna við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.

112 dagurinn

Í ár ætla viðbragðsaðilar á Akureyri að halda saman upp á daginn á Glerártorgi sunnudaginn 11. febrúar næst komandi milli kl. 14 og 16. Á staðnum verða fulltrúar Slökkviliðs Akureyrar, Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, björgunarsveitarinnar Súlna, Rauða krossins og Frú Ragnheiðar sem munu kynna sína starfsemi fyrir áhugasömum. Einnig verða bifreiðar, tæki og búnaður viðbragðsaðila til sýnis.

Tölfræði 2023

Slökkvilið Akureyrar sinnir lögbundnum verkefnum eins og slökkvistörfum og eldvarnareftirliti, en einnig sjúkraflutningum fyrir Akureyri og nágrenni en auk þess sinna sjúkraflutningamenn SA öllum sjúklingum sem fluttir eru með sjúkraflugi á Íslandi.