Samstarf við JMJ

Samstarfið byggir á því að JMJ mun sjá SA fyrir skyrtum (bláum sem hvítum) í einkennisfatalínu liðsins. Í gegnum árin hefur SA sótt til hinna ýmsu byrgja í þessum málum, en á síðasta ári var hugmyndin viðruð við herramennina í JMJ um að útvega þessar skyrtur. Verður að segjast að afgreiðslutími í prufupöntun var hreint út sagt frábær og því lagt af stað í frekari kaup á skyrtum.

Það er afar mikilvægt fyrir einingu líkt og slökkvilið Akuryrar að fá áreiðanlega og góða þjónustu í þessum málum og væntum við mikils af þessu samstarfi. Það verður líka að teljast afar gott að geta verslað við aðila í heimabyggð sem gerir alla þjónustu persónulegri.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri