Að heiman

Eldur getur komið upp hvar sem er, þ.e. hvort sem fólk er heima eða að heiman. Þess vegna er ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi fólks sem statt er utan heimilis, hvort sem það er á frístundasvæði, í vinnu eða á öðrum stöðum.

Frístundasvæði

Flestir sumarbústaðir landsmanna eru fjarri öllum slökkviliðum og byggðir úr timbri. Ef eldur kemur upp þá brenna þeir mjög hratt. Því er mjög mikilvægt að eldvarnir séu í lagi og hægt sé að forða sér á öruggan hátt út. Munið að hafa viðeigandi slökkvitæki og eldvarnateppi í bústaðnum, húsbílnum, fellihýsinu og tjaldvagninum. Munið nauðsyn gasskynjara þar sem gas er notað til eldunar og/eða hitunar og gætið þess að rétt sé gengið frá lögnum frá gaskútnum að tækjunum. Reykskynjari ætti alltaf að vera í svefnrými.

Eingöngu skal nota gas- og kolagrill utandyra. Auk eldhættunnar myndast súrefnissnauðar lofttegundir sem geta reynst hættulegar ef loftræsting er ekki fullnægjandi. Hafðu grillið ekki upp við glugga eða við opnar dyr og gættu þess að það standi á sléttu og láréttu undirlagi. Gættu þess að börn komi ekki of nærri og geymdu eldfærin á öruggum stað.

Sjúkrahús

Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang og þú er gestur á sjúkrahúsi eða rólfær sjúklingur áttu að bregðast strax við án þess að hika og fara að næsta útgangi.
Hreyfihamlaðir og rúmfastir sjúklingar bíða eftir að starfsfólk komi og hjálpi því á öruggan stað í byggingunni.

Verslunarmiðstöðvar

Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang í verslunarmiðstöðvum skaltu bregðast strax við án þess að hika og fara að næsta útgangi.

Hafðu í huga að sú leið sem þú notaðir til að komst inn þarf ekki að vera fljótasta leiðin út, það gætu verið aðrir útgangar nær þér.

Hótel

Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang á hóteli sem þú ert gestur á skaltu bregðast strax við án þess að hika og fara að næsta útgangi. Hafðu í huga að leiðin gegnum aðalinnganginn þarf ekki að vera sú sem er næst þér og að alls ekki má nota lyftuna. Kynntu þér brunavarnir hótelsins og flóttaleiðir strax við komu.

Skólar og vinnustaðir

Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang í skólanum eða á vinnustaðnum skaltu bregðast strax við án þess að hika og ferð að næsta útgangi. Hafðu í huga að leiðin gegnum aðalinnganginn þarf ekki að vera sú sem er næst.

Veitinga- og skemmtistaðir

Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang á veitinga- eða skemmtistað eða þú sérð að eitthvað hættulegt er að gerast skaltu bregðast strax við án þess að hika og fara að næsta útgangi.

Hafðu í huga að sú leið þar sem þú komst inn þarf ekki að vera fljótasta leiðin út, það gætu verið aðrir útgangar nær þér. ÚT-ljós og skilti vísa þér á leiðir út úr húsinu og mundu að þær eru alltaf fleiri en ein ef sú leið sem þú velur fyrst er ófær. Ef þú átt erfitt með að átta þig hikaðu ekki við að spyrja starfsfólk eða fylgstu með hvert aðrir í kringum þig eru að fara.

 

Upplýsingar af heimasíðu SHS.