Ábendingar til SA

Hér má senda inn ábendingar er varða starfsemi Slökkvilið Akureyrar (SA), hvort sem er tengt starfseminni sjálfri, grun um ófullnægjandi brunavarnir, öryggisbrot, búsetu í atvinnuhúsnæði eða annað sem þú vilt koma á framfæri. Við tökum hrósi einnig fagnandi.

Hægt er að hafa samband undir réttu nafni eða nafnlaust. Við hvetjum fólk til þess að koma fram undir réttu nafni svo hægt sé að óska eftir frekari upplýsingum eða hafa samband að nýju, ef nauðsyn krefur. Fyllsta trúnaðar er gætt við þá sem koma fram með ábendingar. Ekki er hægt að ábyrgjast nafnleyndar ef lög mæla fyrir um annað, en starfsmenn SA eru bundnir trúnaðarskyldu í störfum sínum.

Allar ábendingar sem berast SA eru metnar með tilliti til þess hvort tilefni sé til nánari athugunar og farvegur málsins ákveðinn. Þrátt fyrir að ábending leiði til slíkrar athugunar, telst sá sem sendi inn ábendinguna ekki sjálfkrafa aðili máls og því er ekki hægt að veita viðkomandi upplýsingar um stöðu rannsóknar eða þróun mála.

Fyllsta trúnaðar er heitið í allri málsmeðferð.

captcha