Almannavarnanefnd

Slökkviliðið er aðili að  sameiginlegri almannavarnanefnd í Eyjafirði. Að henni standa sex sveitarfélög, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðstrandarhreppur, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur.  Slökkviliðsstjóri situr einnig í nefndinni. Aðgerðastjórn almannavarnanefndarinnar er skipuð fulltrúum frá lögreglu, slökkviliði Akureyrar, bæjarverkfræðingi, SAk, fulltrúum Rauða kross Íslands og svæðisstjórnar björgunarsveita.

Hlutverk aðgerðastjórnar er að skipuleggja og framkvæma aðgerðir í umboði almannavarnanefndar. Almannavarnanefnd hefur yfir að ráða ýmsum búnaði til notkunar við náttúruhamfarir og stórslys en jafnframt er hjálparbúnaður í fjöldahjálparstöðvum.

Fjöldahjálparstöðvar eru í skólum. Þær eru sjö talsins en unnt er að opna fleiri ef þess gerist þörf. Rauða kross deildirnar á svæðinu hafa umsjón með starfrækslu fjöldahjálparstöðvanna í samvinnu við starfsmenn skólanna.

Þjálfun þeirra sem koma að almannavörnum fer fram á vegum Almannavarnadeildar ríkislögrelgustjóra, Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Rauða kross Íslands, Lögreglu og Slökkviliðs Akureyrar.