Útkall í sjúkraflug

Útkall

Sjúkraflug er pantað í gegnum Neyðarlínuna 112 

ÚTKALLSFLOKKUN

Flokkun

Viðbragð

 Læknir

Dæmi

F-1

Lífsógn

Útkallstími eins stuttur og hægt er!

Útkall tekið fram fyrir önnur útköll.

Læknir með.

Þörf á öndunaraðstoð, lost ástand, meðvitundar-leysi. Brjóstverkir sem láta ekki strax undan meðferð

F-2

Möguleg lífsógn

Útkallstími innan við 35 mínútur.*

 

Almennt ekki frestað nema í samráði við fluglækni.

Læknir með nema annað tekið fram.

Öndunarerfiðleikar, yfirvofandi lost eða truflun á meðvitund. Brjóstverkir sem láta undan meðferð.

F-3

Stöðugt ástand

Útkallstími 35 mínútur *og allt upp í 6 klukkustundir en strax ef ekki annar flutningur í gangi, annars strax þegar honum lýkur.

Læknir með aðeins ef óskað.

Útlimaáverkar, kviðverkir og sjúklingar í stöðugu ástandi.

F-4

Eftir samkomulagi

 

Læknir með aðeins ef óskað.

Flutningur milli stofnana.

* Gildir fyrir sérútbúna sjúkraflugvél. Ef hún er ekki tiltæk er miðað við 45 mínútur.

Í áhöfn vélarinnar eru alltaf flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Sjúkraflutningamennirnir eru allir með réttindi sem neyðarflutningsmenn eða bráðatæknar. Þeir hafa því heimild til að gefa lyf til endurlífgunar og ýmis önnur lyf samkvæmt fyrirmælum læknis. Ef þörf er á þá er læknir í áhöfn, oftast unglæknir. Sé þörf á sérfræðiaðstoð (t.d. svæfingalækni) er reynt að verða við því, en það er ekki mögulegt í öllum tilvikum.