Sjúkraflutningar

Sjúkraflutningar í fremstu röð

Slökkvilið Akureyrar sinnir sjúkraflutningum á öllu starfssvæði sínu sem nær yfir Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhrepp, Grýtubakkahrepp og þann hluta Þingeyjarsveitar sem áður náði yfir Hálshrepp.

Fjölda sjúkraflutninga og skiptingu þeirra má sjá í árskýrslum liðsins.

SA ræður nú yfir fjórum sjúkrabifreiðum og hefur einnig til umráða varabíl sem ætlaður er fyrir allt starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Sjúkrabifreiðarnar eru mannaðar neyðarflutningamanni/bráðatækni og sjúkraflutningamanni að staðaldri en í sérstökum tilvikum eru fleiri í áhöfn bílanna.