Norlandair

Sjúkraflug

Norlandair sinnir nær öllu sjúkraflugi innan Íslands samkvæmt samningi við Heilbrigðisráðuneytið. Þeir tóku við sjúkrafluginu af Mýflug 31. desember 2023.

Miðstöð sjúkraflugsins er á Akureyri og starfar Norlandair ásamt Slökkviliði Akureyrar og Sjúkrahúsinu á Akureyri að því.

Sé óskað eftir sjúkraflugi vinsamlegast hafið samband við 112.

(Skriflegar sjúkraflugsbeiðnir má nálgast hér)

Á Akureyrarflugvelli er staðsett sérútbúin sjúkraflugvél af gerðinni Beech King Air 250 sem ávallt er reiðubúin til flugs, á öllum tímum sólarhringsins, allt árið um kring. Einnig hefur Norlandair til umráða aðra samskonar sjúkraflugvél þannig að í neyðartilfellum er hægt að kalla út aðra flugvél. 

Flugvélin er búin jafnþrýstibúnaði, sem gerir henni kleift að fljúga ofar flestum veðrum, hefur mjög góða flugdrægni og getur hún jafnframt notast við stuttar flugbrautir, líkt og víða eru á Íslandi og Grænlandi.

Í áhöfn flugvélarinnar eru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður/bráðatæknir. Þegar þörf krefur fylgir einnig læknir frá SAk sjúklingum.

Um borð er pláss fyrir tvo sjúklinga á börum og allur nauðsynlegur búnaður til umönnunar þeirra alltaf til staðar. Sérstakar ráðstafanir eru gerðar þegar flogið er með þungaðar konur og börn.

Síðustu ár hefur sjúkraflugum farið fjölgandi og árið 2023 var metár en þá voru farin 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga.

 Vakni einhverjar spurningar má hafa samband við:

  • Flugfélagið Norlandair: 414-6960
  • Slökkvilið Akureyrar: 461-4200