SA fær bangsa að gjöf

Ólafur Slökkviliðsstjóri ásamt meðlimum í Hittingi
Ólafur Slökkviliðsstjóri ásamt meðlimum í Hittingi

Tvær konur úr hannyrðaklúbbnum Hittingi komu færandi hendi á slökkvistöðina í dag með fullan poka af handgerðum böngsum. Bangsarnir eru prjónaðir úr garni og fylltir með tróði, mjúkir og góðir fyrir unga skjólstæðinga sjúkraflutningamanna hjá SA.