40 ára starfsafmæli Viðars Þorleifssonar

Viðar Þorleifsson
Viðar Þorleifsson

Í janúar 2016 náði Viðar Þorleifsson þeim merka áfanga að hafa starfað fyrir Slökkvilið Akureyrar í 40 ár. Af því tilefni var efnt til veislu á slökkvistöð þar sem starfsmenn heiðruðu Viðar með nærveru sinni. Þess má til gamans geta að aðeins einn starfsmaður hefur lengur sinnt þjónustu við bæjarbúa en Hreinn Tómasson starfaði sem slökkviliðsmaður í tæp 43 ár.