Æfing með hjálparliði í Eyjafirði.

Farið var yfir búnað liðsins og síðan var bóklegur fyrirlestur um þrýstingstap. Vatnsöflun og ytri bjögunaraðstoð er megin tilgangur hjálparliðsins. Því var farið yfir kort og myndir af bújörðum innstu bæja í firðinum. Skoðað var hvar næstu vatnsból eru á hverjum stað og mögulegt vatnsmagn.

Eftir hádegi var farið að bænum Hríshól og tekin æfing með dæluna sem hjálparliðið er með í kerru þar fremra. Einnig var skoðaður búnaðu í dælubíl SA (61-132) enda miðað við að vatnsöflun hjálparliðs fæði slökkvibíla á eldstað.

Æfingin tókst í alla staði vel og skilaði tilætluðum árangri, en bæjarlækurinn var stíflaður og síðan dælunni komið vel fyrir sem næst og sogið upp og dælt inn á slökkvibíl. Það er afar mikilvægt að hafa vel virkt hjálpalið á þessum slóðum enda langt inn að innstu bæjum. En búnaðurinn er geymdur í Steinhólaskála (aðstöðu Bj. sveitarinnar) og styttir því viðbragð á innstu bæi og flýtir fyrir vatnsöflun. Í liðinu eru einnig ábúendur jarða sem hafa aðgang að góðum vélakosti t.d. haugsugum sem nýtast einnig til vatnsflutninga. Það er Pétur R. Tryggvason Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá SA sem sá um þessa fræðslu til handa hjálparliðinu.