Akureyrarbær býr myndarlega að slökkviliðinu

Þetta er stækkun úr rúmum 1.400 m2 í tæpa 2.100 m2. Breytingin hefur mikil áhrif á okkar starfsemi sem snýr að aðbúnaði starfsmanna og umhirðu tækja og búnaðar. Sem dæmi má nefna að með þessu erum við komnir með aðskilda aðstöðu á milli tækja og búnaðar sem er tilbúinn til notkunar og þeirra tækja og búnaðar sem er í þrifum eða viðgerðum svo eitthvað sé nefnt. Í tengslum við starfsmanna-aðstöðuna verða breytingar sem of langt mál er að fjölyrða um hér, en það verða miklar breytingar á matsal og búningsaðstöðu. Ég vil óska Akureyringum til hamingju með þetta og þakka bæjaryfirvöldum fyrir að búa afburða vel að slökkviliðinu sínu og þeirri þjónustu sem það veitir.

 Árstígur 2 003.jpg