Eldur í bíl

Slökkvistarf í fullum gangi
Slökkvistarf í fullum gangi

Þegar slökkviliðið kom á staðinn reyndist eldur í undirvagni bílsins að aftanverðu.  Eldurinn reyndist vera í drifi að aftanverðu en sprungið hafði á bílnum á leið frá Mývatnssveit og þurfti bílstjórinn að keyra á litlu varadekki stóran hluta leiðarinnar.  Slökkvistarf gekk einstaklega vel að sögn aðstoðarvarðstjóra.  Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur.