Eldur í gróðurhúsi í Eyjafjarðarsveit

Slökkviliðið var kallað út upp úr kl. 2 í nótt vegna elds í gróðurhúsi í Eyjafjarðarsveit. Við komu slökkviliðs var töluverður eldur en greiðlega gekk að ráða niðurlögum hans. Slökkviliðsmenn á frívakt voru boðaðir auk þess sem aðstoð fékkst frá slökkviliðið Akureyrarflugvallar. Einnig var óskað eftir aðstoð Dalbjargar við verðmætabjörgun að slökkvistarfi loknu en ljóst er að eignatjón er umtalsvert.