Eldur í prjónagerð Glófa

Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan 11 en það var starfsmaður sem varð var við mikinn reyk þegar hann kom til að aðgæta að vélbúnaði.  Rafmangsleysi hafði verið um hríð líkt og annars staðar á landinu. Talsverður reykur var í austari hluta byggingar og eldur staðbundinn við prónavéla sem hafði verið í notkun þegar rafmagnið fór af.

Aftur var kallað í slökkviliðið eftir miðnættið en þá hafði eldur blossað upp í þaki hússins beint fyrir ofan þar sem prjónavélin var. Glóðarhreiður hefur myndast bak við eldraustar plötur og kraumað þar í dálítinn tíma. Sá eldur var auðstlökktur en rjúfa þurfti þak að hluta til.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri