Eldvarnarvika í grunnskólum að byrja.

Heimsókn í skóla
Heimsókn í skóla

Eldvarnaátak slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Árlegt Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) fer fram í nóvember.

Þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land nemendur í 3. bekk gunnskóla landsins, fræða þá um eldvarnir

og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni sem börnin taka með sér heim og leysa í samvinnu við

fjölskyldur sínar. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir rétt svör.

Slökkviálfarnir Logi og Glóð

Sérstaklega er vandað til fræðsluefnis fyrir krakkana. Þau fá öll að gjöf myndskreytta bók um slökkviálfana Loga

og Glóð og afrek þeirra. Í sögunni er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar til að leysa Eldvarnagetraunina.

Reynslan sýnir að heimsóknirnar í skólana eru góð leið til að fræða heimilin um eldvarnir og öryggi. Ekki veitir

af því rannsóknir LSS sýna að eldvörnum á íslenskum heimilum er mjög ábótavant.