Endurmenntun sjúkraflutningamanna

Sextán sjúkraflutningamenn sem hafa grunnmenntun sátu tveggja daga námskeið, fyrri daginn fór Sveinbjörn Dúason Paramedic yfir nýja vinnuferla fyrir sjúkraflutningamenn en seinni daginn fór Höskuldur Friðriksson Paramedic yfir bráðameðferð barna.

Neyðarflutningamönum var skipt í tvo hópa og var því endurmenntun þeirra keyrð tvisvar.  Þar var einnig farið í nýju vinnuferlana en einnig var farið í lyfjafræði, notkun á spelkum, sjúkraflug og fl.  Umsjón endurmenntunar var í höndum Sveinbjarnar Dúasonar EMT-P.  Auk starfsmanna SA sóttu endurmenntun neyðarflutningamanna félagar okkar frá Hólmavík, Blönduósi, Húsavík og Þórshöfn.    Þeir hafa allir ýmist verið liðsmenn í SA eða tekið neyðarflutninganámskeiðið hér.